Um okkur

Meðal ljósmyndara Photographer.is eru:

Geirix (Ásgeir Ásgeirsson)

Geiri er af gamla skólanum, lærði ljósmyndun og margmiðlun þegar filma var ennþá notuð (fyrir 100 árum eða svo) og grípur ennþá í filmuvélarnar þegar við á.
Hann er með BA frá PTS og hefur tekið lærlinga í starfstengt nám frá norðurlöndunum síðustu árin.
Hann starfar sem verkstjóri Pressphotos á Íslandi milli þess sem hann fréttamyndar.
Milli þess er hann í vörumyndatökum, stúdíómyndatökum eða tónleikamyndatökum.
Geiri byrjaði að mynda vörur á auglýsingastofu og sinnti því samhliða skönnun og umbroti um dágóðan tíma áður en hann hellti sér í eftirvinnslu og margmiðlun að fullu og vann meðal annars hjá Gagarín hér á landi, Spirent plc. í Bretlandi og Sjónvarpinu í Færeyjum og öðrum frábærum stöðum.
Netfang Geira er: geirix@photographer.is

Gunnar Thor (Gunnar Þór Sigurjónsson)

Gunnar er mikill tæknimaður og starfar sem kerfisstjóri ásamt því að vera læra ljósmyndun í fjarnámi í New York.
Gunnar tekur mikið af myndum utandyra bæði af náttúru, fólki og vörum. Þegar inní studío er komið er Gunnar vanur að mynda skartgripi og fleiri gersemar.
Netfang Gunnars er: gunnar@photographer.is